Að veita brýna endurgjöf
Að veita brýna eða leiðréttandi endurgjöf er nauðsynleg færni leiðtoga og skiptir miklu máli við árangursríka þróun starfsmanna. En að veita slíka endurgjöf er ekki alltaf auðvelt.
Ef þú hefur áhyggjur af því að veita leiðréttandi endurgjöf reyndu þá að koma auga á ástæðuna fyrir áhyggjum þínum. Er ástæðan ótti við deilur eða reynsluleysi – eða hefurðu áhyggjur af því að skaða sambandið? Ef þú einfaldlega berð kennsl á tilfinningar þínar verður auðveldara að yfirstíga þær. Settu þér raunhæfar væntingar gagnvart sjálfum/sjálfri þér og hvernig þér mun ganga að veita endurgjöfina. Ekki búast við fullkomnun. Allir gera mistök í fyrstu.
Byrjaðu á að lýsa yfir ásetningi þínum áður en þú veitir endurgjöfina. Segðu eitthvað á borð við eftirfarandi: „Þetta kann að verða óþægilegt samtal en ég vil aðstoða þig og sjá þig taka framförum.“ Haltu síðan samtalinu áfram og sýndu samkennd og hugrekki. Hafðu skilning á því að þetta kann að vera óþægilegt fyrir undirmann þinn en það er betra að leiðrétta viðkomandi hegðun fremur en að standa frammi fyrir alvarlegum afleiðingum.
Að veita brýna endurgjöf er erfitt. Mundu bara að þeim mun oftar sem þú veitir slíka endurgjöf þeim mun auðveldara verður það.
Ef þú undirbýrð ekki starfsfólk til að taka forystu stefnirðu árangri þíns vinnustaðar í voða. Öðlastu þá innsýn sem þarf til að koma í veg fyrir alvarleg mistök framlínustjórnenda með því að kynna þér nýjustu rannsóknarkönnun okkar.
[MEC id=”11289″]