Að byggja upp traust

Að byggja upp traust gagnvart samstarfsfólki þínu kann að virðast flókið viðfangsefni, sérstaklega ef það vinnur fjarri þér. Þú þarft þó ekki að fara í þriggja daga hópeflisferð til að vinna að uppbyggingu trausts.

Traust hefst með sjálfum/sjálfri þér. Leggðu mat á trúverðugleika þinn og hegðun. Býrð þú yfir sönnum heilindum, einlægum ásetningi og sterkri færni og hefur þú náð góðum árangri í fyrri verkefnum? Fólk mun horfa til fyrri reynslu sinnar af þér til að sjá hvort það geti raunverulega treyst þér. Byrjaðu með þessum 4 meginatriðum trúverðugleika til að leggja grunninn að sjálfstrausti áður en þú byggir upp traust í samböndum.

Síðan geturðu hafið vinnu að uppbyggingu trausts gagnvert öðrum. Lýstu yfir ásetningi þínum með því að segja hinni manneskjunni að þú viljir að mikið traust sé í sambandinu og óskaðu eftir leyfi til að kanna hvernig má fá þetta fram. Næsta skref er að hlusta fyrst. Biddu manneskjuna um að deila þremur aðgerðum sem eru mikilvægar honum/henni sem stuðla að uppbyggingu trausts. Hver er mikilvægust? Endurspeglaðu það sem þú heyrir.

Að þessum skrefum loknum verðurðu að skapa gegnsæi, standa við skuldbindingar og sýna ábyrgð. Þessar aðgerðir einkenna samband þar sem ríkir mikið traust. Ef þú tekur ávallt þessi skref munu þú og samstarfsfólk þitt treysta hvoru öðru.

make the mental leap to leader
Smelltu á myndina til að næla þér í handbók framúrskarandi stjórnenda
[MEC id=”11289″]