360°mat á frammistöðu (360° assessment)

Flestar vinnustofur FranklinCovey bjóða upp á 360° mat á frammistöðu.  Þér gefst þannig tækifæri til að kanna eigin afstöðu og afstöðu valdra kollega þinna um þína frammistöðu með hliðsjón af færniþáttum vinnustofunnar.  Matið er rafrænt, á íslensku og samanstendur af nokkrum spurningum sem þú svarar sjálf(ur) og sendir allt að 20 samstarfsmönnum, undirmönnum, vinum og yfirmanni og færð þannig gagnlega yfirsýn yfir eigin styrkleika og sóknarfæri (flestir senda um 10 til 12 umsagnaraðilum).

Þegar niðurstöður liggja fyrir prentar þú sjálf(ur) út vandaða skýrslu sem þú nýtir til áframhaldandi vaxtar og setur þér markmið að af eigin heimasíðu sem við kynnum á vinnustofunni.  Þetta er valkvæður en afar áhrifamikill þáttur vinnustofunnar.

Hvar nálgast ég persónulega matssíðu mína?

Þú stillir upp þinni vefsíðu hér:  https://assessments.franklincovey.com

Hvernig vel ég tungumál?

Kannanir FranklinCovey eru aðgengilegar á fjölda tungumála – þar með talið íslensku.  Þú velur það tungumál sem þér hentar strax á upphafssíðu matsins https://assessments.franklincovey.com

Hvernig stofna ég aðgang?

  • Ef þú hefur áður nýtt þér 360°mat í tengslum við vinnustofu FranklinCovey þá skráir þú þig inn sem „Þegar skráður“.  Ef þú hefur gleymt lykilorði þínu óskar þú einfaldlega eftir nýju.
  • Ef þú hefur ekki áður nýtt þér 360°mat í tengslum við vinnustofu FranklinCovey þá stofnar þú þinn aðgang undir „Nýr á vefsvæðinu“ og skráir þig inn sem nýjan notanda – og velur þitt eigið lykilorð. Þú mannst að samþykkja skilmála og ýta á „Stofna aðgang“.

Hvernig virkja ég 360° matið?

Þú einfaldlega færir inn Skráningarkóða vinnustofu, sem þér var sendur í netpósti,  undir „Skráningarkóði í vinnustofu“ og ýtir síðan á „Skráning“.  Síðan velur þú þá vinnustofu sem þú villt virkja og ýtir á „Byrja“ (eða „Fá aðgang að vinnustofunni“) við valda vinnustofu (hægra megin).

Hvernig tek ég 360° matið?

Þetta eru 2 einföld skref:

  1. Fyrst sendir þú könnunina til allt að 20 umsagnaraðila (sem þú velur) – og sendir beint úr eigin póstforriti.  Þú afritar einfaldlega textann sem birtist þegar þú ýtir á „Senda texta í vefpósti “ og límir í vefpóst beint frá þér.
  2. Síðan svarar þú könnuninni sjálf(ur) með því að ýta á „Taka sjálfskönnun“ og haka við þau svör sem lýsa þér best.

Hvernig prenta ég út 360° skýrslu mína?

Nokkrum dögum fyrir vinnustofu þína gefst þér kostur á að prenta út eigin matsskýrslu.  Þú sækir PDF útgáfu af skýrslunni með því að ýta á „SKOÐA OG PRENTA SKÝRSLU“.

Eftir að skýrslan þín hefur verið prentuð út mun kerfið halda áfram að taka við endurgjöf í þrjár vikur eftir dagsetningu vinnustofunnar. Til að nýjar upplýsingar geti birst í skýrslunni þinni verða að vera fyrir hendi nógu margir þátttakendur til að uppfylla nýju lágmarksfjöldana sem tilgreindir eru. Einungis flokkar með nógu mikla viðbótarendurgjöf verða grænir að lit og uppfærðir í skýrslunni þinni.

Hvað á ég að senda mörgum umsagnaraðilum beiðni um umsögn?

Lágmarksfjöldi umsagnaraðila í flestum könnunum FranklinCovey er 5 (1 sjálfsmat, 1 mat frá yfirmanni og 3 möt frá öðrum). Við mælum með því að reyna að fá að minnsta kosti 10 umsagnir – en ekki fleiri en 20.  Við hvetjum þig til að óska eftir mati frá yfirmanni, jafningjum og undirmönnum og jafnframt að senda matið til nokkurra umsagnaraðila utan vinnustaðarins.

Af hverju er fjöldi umsagnaraðila kominn á rautt ljós?

Til að fá skýrslu með umsögnum þarf NÝR fjöldi í hverjum flokki að vera að  minnsta kosti 3. Eftir að skýrslan þín hefur verið prentuð út mun kerfið halda áfram að taka við endurgjöf í þrjár vikur eftir dagsetningu vinnustofunnar. Til að nýjar upplýsingar geti birst í skýrslunni þinni verða að vera fyrir hendi nógu margir þátttakendur til að uppfylla nýju lágmarksfjöldana sem tilgreindir eru. Einungis flokkar með nógu mikla viðbótarendurgjöf verða grænir að lit og uppfærðir í skýrslunni þinni.

Hvað með GDPR og persónuvernd?

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð