10 ára afmæli FranklinCovey á Íslandi

10 ár. > 300 vinnustaðir.  30 lönd. 

FranklinCovey heldur upp á 10 ára afmæli á Íslandi í maí mánuði 2022. Það markar 10 ár af þjálfun, þróun, vexti og trausti á íslenskum markaði. Síðastliðinn áratug höfum við unnið með fleiri en 300 vinnustöðum á Íslandi (í einka-, opinbera- og þriðja geiranum), ráðgjafar okkar hafa starfað að verkefnum í 30 löndum, við höfum kynnt fjölda af nýjum þjónustulínum og efni á markað og haldið hundruð af vinnustofum og námskeiðum á hverju ári. Við vinnum með mörg þúsund einstaklingum ár hvert, bæði á vettvangi og í gegnum stafræna þjálfun.

Alþjóðlega starfar FranklinCovey í 160 löndum, vinnur með yfir 75% af Forbes 500 fyrirtækjum, leiðir vinsælasta stjórnendahlaðvarp í heimi og hefur gefið út fjölda af metsölubókum, þar á meðal 7 venjur til árangurs sem hefur verið metsölulistum í yfir 30 ár. Við höfum verið á lista yfir topp 20 fyrirtæki í leiðtogaþjálfun í heiminum í 11 ár samfleytt og þróum lausnir fyrir atvinnulífið og skóla í samstarfi við fremstu háskóla og rannsóknarstofnanir heims.

Við horfum auðmjúk og stolt um farinn veg og kynnum spennandi nýjungar á þessum tímamótum.

Í ár kynnum við einnig með stolti breytingar á nálgun okkar í þjónustu, framtíðarsýn og ásýnd FranklinCovey, og einblínum á fjögur lykilsvið: einstaklingsárangur, leiðtogahæfni, sigurmenningu og framkvæmd stefnu.

Við erum þakklát að fá að vera samferða framúrskarandi vinnustöðum og fólki í að gera samfélag okkar enn betra.


Að gefnu tilefni hélt teymi FranklinCovey á Íslandi til London í árshátíðarferð til að halda upp á þennan merka áfanga og skála fyrir komandi tímum.