Grunnstoð 4: Skapaðu takt ábyrgðar

Ábyrgð leiðir af sér áreiðanleika og rétt viðbrögð.

Hvert teymi tekur þátt í einföldu ferli á vikufresti sem varpar ljósi á árangur, greinir mistök og réttir stefnuna eftir þörfum, og skapar þannig kerfi sem heldur vel utan um frammistöðu.

Taktur ábyrgðar er taktur stöðugra teyimsfunda þar sem einblínt er á allra mikilvægasta markmiðið (WIG®). Þessir fundir gerast vikulega, stundum daglega. Þeir eiga ekki að taka lengri tíma en 20 mínútur. Á þeim tíma halda liðsmenn hvor öðrum ábyrgum fyrir skuldbindingum til að færa skorið nær árangri.

Leyndarmál grunnstoðar 4, auk vikulegs takts, eru þær skuldbindingar sem liðsmenn setja sér á meðan á fundi stendur. Liðsmenn svara einfaldri spurningu, „Hvað er eitthvað eitt eða tvennt sem ég get gert í þessari viku sem hefur mest áhrif á skortöfluna?“ Á fundinum greina liðsmenn fyrst frá því hvort þeir hafi staðið við skuldbindingar vikunnar á undan, hvort skuldbindingarnar færi LEAD eða LAG mælikvarðann á skortöflunni, og að lokum hvaða skuldbindingar þeir hyggjast setja sér fyrir komandi viku.

Fólk er líklegra til að skuldbinda sig eigin hugmyndum heldur en að taka við skipunum yfirmanna. Þegar einstaklingar skuldbinda sig við liðsmenn frekar en einungis yfirmanninn, verður skuldbindingin persónulegt loforð. Þegar teymið sér að þeir hafa bein áhrif á allra mikilvægasta markmiðið vita þeir að þeir færast nær sigri, og ekkert drífur áfram anda og helgun líkt og sigur.

Skapaðu takt ábyrgðar

Með grunnstoð 4 deila teymi ábyrgð. Skuldbindingar eru ekki einungis milli leiðtoga og teyma þeirra, heldur milli einstaklinga í teymunum. Með því að standa við vikulegar skuldbindingar hafa liðsmenn áhrif á LEAD mælikvarðann, sem hefur bein áhrif á árangur allra mikilvægasta markmiðsins.

Quote PNG

Where do you find people who are passionately committed to their work? You find them working for leaders who are passionately committed to them.

— Jim Huling, meðhöfundur 4 grunnstoða við framkvæmd stefnu

Frí handbók

4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum

Notaðu þessa handbók til þess að skilgreina og skýra markmiðin þín.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

01
Grunnstoð 1:

Leggðu áherslu á það allra mikilvægasta.
Læra meira

02
Grunnstoð 2:

Einblíndu á LEAD mælikvarða.
Læra meira

03
Grunnstoð 3:

Haltu sannfærandi skortöflu.
Læra meira

04
Grunnstoð 4:

Skapaðu takt ábyrgðar.

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð