Grunnstoð 2: Einblíndu á LEAD mælikvarða

Þegar teymi skýrir LEAD mælikvarða sína, breytist viðhorf þeirra hvað varðar mikilvægasta markmiðið.

LAG mælikvarði segir þér hvort þú hafir náð settu markmiði. LEAD mælikvarði segir þér hvort þú sért líkleg(ur) til þess að ná settu markmiði.

Það skiptir ekki máli hvaða markmiði þú vilt ná, árangur þinn mun ávallt byggjast á tveimur gerðum mælikvarða: LAG og LEAD. LAG mælikvarðar mæla árangur mikilvægasta markmiðsins þíns. LEAD eru mælikvarðar sem þú hugsar mikið um. Þeir snúast um hluti eins og tekjur, hagnað, gæði og ánægju viðskiptavina. Þegar þú sérð LAG mælikvarðann hefurðu þegar náð (eða ekki náð) settu markmiði. Þú getur ekkert aðhafst; þeir eru liðin tíð.

LEAD mælikvarðar mæla þær mikilvægu athafnir sem leiða að LAG mælikvarðanum. Þeir hafa forspárgildi árangurs LAG mælikvarðans og teymið getur haft bein áhrif á þá. Dæmi um LAG mælikvarða er þyngdartap. Hvaða athafnir eða LEAD mælikvarðar leiða til þyngdartaps? Gott mataræði og regluleg hreyfing! Þessir tveir þættir spá fyrir um þyngdartap og eru athafnir sem við getum haft bein áhrif á. Þetta virðist einfalt, en hafðu varann á: allir eiga á hættu að falla í gildru LAG mælikvarða sem þeir geta ekki haft bein áhrif á. Þetta gerist vegna þess að auðveldara er að mæla LAG mælikvarða og þeir standa fyrir þeim árangri sem við viljum ná. Hugsaðu um LEAD mælikvarðann sem eins konar vogarstöng sem hefur áhrif á allra mikilvægasta markmiðið þitt (WIG®).

Einblíndu á LEAD mælikvarða

Langtímaáætlanir eru oft of fastar í skorðum. Þær geta ekki aðlagast sig þörfum og umhverfi sem stöðugt breytist. Grunnstoð 2 hjálpar þér að skilgreina daglega og vikulega mælikvarða, sem leiðir þig að því markmiði sem þú vilt á endanum ná.

Síðan greinir teymið þitt mikilvægustu athafnirnar sem hafa áhrif á þessa LEAD mælikvarða. Þannig skapar teymið áætlun sem hjálpar þeim að aðlagast hratt á meðan einblínt er á WIG®.

Quote PNG

Focusing on the wildly important requires you to go against your basic wiring as a leader to do more, and instead, focus on less so that your team can achieve more.

— Sean Covey, meðhöfundur 4 grunnstoða við framkvæmd stefnu

Frí handbók

4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum

Notaðu þessa handbók til þess að skilgreina og skýra markmiðin þín.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

01
Grunnstoð 1:

Leggðu áherslu á það allra mikilvægasta.
ra meira

02
Grunnstoð 2:

Einblíndu á LEAD mælikvarða.

03
Grunnstoð 3:

Haltu sannfærandi skortöflu.
ra meira

04
Grunnstoð 4:

Skapaðu takt ábyrgðar.
Læra meira.

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð