Grunnstoð 1: Leggðu áherslu á það allra mikilvægasta

Það verða alltaf til fleiri góðar hugmyndir en tíminn til að hrinda þeim öllum í framkvæmd.

Rannsóknir hafa sýnt að einungis 15% starfsfólks á vinnumarkaði þekkir mikilvægustu markmið vinnustaðarins.

Einblíndu á minna til að áorka meiru. Byrjaðu á því að velja eitt mikilvægt markmið (e. Wildly Important Goal®) í stað þess að vinna að tólf mismunandi markmiðum í einu. Við erum ekki að stinga upp á því að þú hundsir nauðsynleg verkefni. Við viljum frekar að þú þrengir fókusinn til að vinna að því sem þú vilt raunverulega bæta.

Flest gáfað og metnaðargjarnt fólk vill ekki gera minna. Sérstaklega ef það þýðir að maður þurfi að segja nei við góðum hugmyndum. Þetta fólk vill gera meira að eðlisfari, en góðar hugmyndir verða alltaf fleiri en geta okkar til þess að framkvæma.

Þegar þú velur allra mikilvægasta markmiðið greinirðu hvað það er sem þú getur ekki áorkað nema að þú hlúir sérstaklega að því. Með öðrum orðum þá mun daglegt amstur ekki láta þessi markmið verða að veruleika.

Til að skilgreina mikilvægt markmið skaltu skilgreina hvar þú ert núna, hvar þú vilt vera og hvenær. Þannig skilgreinir þú upphaf og endi og tímamörk. Það er mikilvægt að hafa mælikvarða árangurs. Þetta er grunnstoð fókuss og er fyrsta skrefið að sigri.

Allra mikilvægasta markmiðið (e. WIG)

Þegar þú virkjar grunnstoð 1 þrengir þú fókusinn á nokkur mikilvæg markmið svo þú getir náð þeim í miðjum hvirfilvindi verkefna dagsins.

Líkurnar á því að ná að framkvæma 2-3 markmið af ágæti eru miklar, en því fleiri markmið sem þú setur þér, því líklegra er að þér takist ekki að ná þeim.

Quote PNG

Focusing on the wildly important requires you to go against your basic wiring as a leader to do more, and instead, focus on less so that your team can achieve more.

— Sean Covey, meðhöfundur 4 grunnstoða við framkvæmd stefnu

Frí handbók

4 skref til að skerpa á og hrinda í framkvæmd markmiðum

Notaðu þessa handbók til þess að skilgreina og skýra markmiðin þín.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

01
Grunnstoð 1:

Leggðu áherslu á það allra mikilvægasta.

02
Grunnstoð 2:

Einblíndu á LEAD mælikvarða.
Læra meira

03
Grunnstoð 3:

Haltu sannfæranadi skortöflu.
ra meira

04
Grunnstoð 4:

Skapaðu takt ábyrgðar.
Læra meira

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð