Færniþáttur 6: Stjórnaðu tíma þínum og orku

Gefðu þér tíma fyrir forgangsatriðin.

Þegar einstaklingar ná árangri á vegferð sinni að forystu verða þeir að ákveða hvernig þeir hyggjast finna jafnvægi milli starfs og einkalífs ásamt því að endurnýja sig stöðugt. Ef þú leggur grundvöll að árangursríku endurnýjunarmynstri í dag muntu njóta ávaxta þess þegar til lengri tíma er litið. Árangursríkir leiðtogar berjast á móti freistingunni að vanrækja heilsu þeirra, starfstengda þróun og persónulegt líf. Í staðinn greina þeir þarfir sínar, gefa sér tíma fyrir forgangsatriði og sýna gott fordæmi í verki.

Til að stjórna tíma sínum og orku þurfa leiðtogar að færast frá því að hugsa ‘ég er of upptekin(n) til að gefa mér tíma fyrir sjálfa(n) mig’ að því að hugsa ‘ég verð að stjórna tíma mínum og orku til þess að vera árangursríkur leiðtogi.’

Orkuhvatarnir 5

Til eru 5 orkuhvatar sem skapa orku: hreyfing, næring, svefn, slökun og tengsl. Þegar leiðtogar fjárfesta reglulega í þessum 5 orkuhvötum skapa þeir sjálfbært mynstur endurnýjunar. Hér að neðan má sjá Orkuhvatana 5 og nokkur góð ráð.

Ítarlegri útskýring á Orkuhvötunum 5.

Svefn

 • Skildu hve mikilvægur svefninn er fyrir heilsuna, og sérstaklega heilsu heilans.
 • Skapaðu rými milli annríkis í deginum og svefnsins. Finndu rútínu sem virkar fyrir þig.
 • Róandi athafnir og rútínur, líkt og jóga og hugleiðsla, geta hjálpað þér að sofa betur.

Slökun

 • Ekki rugla saman slökun og dofa.
 • Taktu þér andlegar pásur yfir daginn.
 • Vertu virk(ur) þegar kemur að því að skipuleggja lengri pásur.

Tengsl

 • Sinntu sjálfboðaliðastarfi og hjálpaðu þeim sem þess þurfa.
 • Fjárfestu í félagsneti þínu.
 • Skapaðu eftirminnileg augnablik með fjölskyldu, vinum eða samstarfsfólki.

Hreyfing

 • Hugsaðu um hreyfingu sem lúxus—það er eitthvað sem þú færð að gera, en ekki eitthvað sem þú þarft að gera.
 • Líkamsrækt krefst ekki alltaf ákveðinna tækja.
 • Auktu líkurnar á hreyfingu með því að finna þér einstakling sem getur hjálpað þér að haldast ábyrg(ur).

Næring

 • Mundu að aðaltilgangur næringar er til að fá orku, ekki bara til þess að slökkva á hungrinu.
 • Skoðaðu fæðuval þitt síðastliðna viku. Þegar þú skoðar ákvarðanir þínar ítarlega er auðveldara fyrir þig að taka betri ákvarðanir næst.
 • Undirbúðu þig undir hungrið sem tekur við í lok vinnudagsins. Þegar þú hefur heilsusamlega fæðu við höndina er líklegra að þú grípir í það frekar en óhollustu.
Quote PNG

How do I become a highly effective manager? To answer that question, let’s climb out of the crevices of the ‘day-to-day’ so we can see things from a mountaintop perspective—to challenge the mindset that is bringing us the results of today so we may get superb results tomorrow.

— Dr. Stephen R. Covey

Frí handbók

5 ráð til að stjórna orku þinni

Líttu á mótun þessara venja sem fjárfestingu í að verða ánægðari og árangursríkari bæði í vinnu og í einkalífi þínu.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

6 lykilfærniþættir leiðtoga™

01

Að leiða teymi krefst öðruvísi hugarfars en þegar þú ert almennur starfsmaður. Kannaðu þær mikilvægu viðhorfsbreytingar sem auka árangur þinn sem leiðtogi.

02

Auktu helgun liðsmanna með því að halda regluleg 1&1 samtöl, til þess að dýpka skilning þinn á vandamálum liðsmanna og hjálpa þeim að komast yfir hindranir á eigin spýtur.

03

Skýrðu markmið og árangur teymisins; úthlutaðu ábyrgð til liðsmanna ásamt því að veita réttan stuðning.

04

Gefðu endurgjöf til þess að þróa öryggi og hæfni liðsmanna. Auktu eigin frammistöðu með því að leitast eftir endurgjöf frá öðrum.

05

Greindu sértækar aðgerðir sem hjálpa liðsmönnum að hraða breytingum og ná betri árangri.

06

Notaðu vikulega áætlanagerð til þess að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin og styrkja getu þína til árangursríkrar forystu með því að virkja Orkuhvatana 5.

Hafðu samband.

0
  0
  Karfan þín
  Karfan þín er tómAftur í bókabúð