Færniþáttur 5: Leiddu teymi þitt í gegnum breytingar

Breyttu óvissu í tækifæri.

Góðir leiðtogar verða að leiða breytingar, jafnvel þegar breytingin verður til annars staðar. Flestar breytingar sem fyrsta stigs leiðtogar standa frammi fyrir stafa af hugmyndum annarra.

Margir leiðtogar ná góðum árangri á góðum tímum, en raunverulega áskorun allra leiðtoga má finna þegar óvissa er til staðar. Þegar leiðtogar standa frammi fyrir breytingum má líta á það sem prófun á raunverulegri forystugetu þeirra. Þeir leiðtogar sem sýna þolinmæði, þrautseigju, jafnlyndi og sjálfsöryggi hafa mesta virðið fyrir teymið þeirra og vinnustaðinn.

Til að leiða teymið í gegnum breytingar með árangur í sjónlínunni, þurfa leiðtogar að færast frá því að hugsa ‘Ég stjórna og viðheld breytingum hjá teyminu mínu’ í ‘ég leiði teymið mitt í gegnum breytingar af öryggi.’

Breytingalíkan FranklinCovey

Útkoma breytinga er oft afar óútreiknanleg, líkt og viðbrögð fólks. Breytingalíkan FranklinCovey er tól sem getur hjálpað okkur öllum að færa okkur hratt í gegnum fjögur svæði breytinga.

Virkjaðu Breytingalíkanið.

Breytingalíkanið beitir rökfræði og fyrirsjáanleika á annars óskipulagt ferli. Líkanið er tól til að greina viðbrögð við áframhaldandi breytingum —bæði fyrir teymið og leiðtogann — og hjálpar öllum að komast í gegnum breytingarnar af öryggi og með samþykki og nýsköpun í farteskinu.

Breytingar eru flókið ferli, en auðveldara er að samþykkja þær ef vitund um þessi fjögur svæði er til staðar, og sérstaklega ef leiðtogar geta stytt hvert skeið fyrir sig. Leiðtogar geta beitt líkaninu til þess að greina hvar hver liðsmaður stendur gagnvart breytingunum. Engir tveir bregðast eins við breytingum. En þegar leiðtogar geta sagt „Sigurður er á Svæði 3, en Margrét er enn á Svæði 2“ er auðveldara fyrir þá að bregðast við vandamálum sem koma upp á einstaklingsgrundvelli.

Góðir leiðtogar hjálpa liðsmönnum að ná að komast á Svæði 4 eins fljótt og auðið er. Að undirbúa breytingar á Svæði 1 og stjórna tilfinningum á Svæði 2 og 3 tryggir að breytingarferli teymisins sé stutt og eins óhindrað og hægt er.

Einn fyrirvari: Miklar rannsóknir og skipulagsþróun hafa farið í breytingastjórnun. Við höfum skapað einfalt, skýrt og framkvæmanlegt líkan sem hjálpar leiðtogum að komast í gegnum breytingar af ásetningi og öryggi með teyminu sínu.

Quote PNG

People don’t resist change; they resist being changed.

— Peter Senge

Frí handbók

Að miðla upplýsingum um breytingar

Notaðu þennan leiðarvísi til að miðla áhrifaríkum skilaboðum um breytingar við teymi þitt.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

6 lykilfærniþættir leiðtoga™

01

Að leiða teymi krefst öðruvísi hugarfars en þegar þú ert almennur starfsmaður. Kannaðu þær mikilvægu viðhorfsbreytingar sem auka árangur þinn sem leiðtogi.

02

Auktu helgun liðsmanna með því að halda regluleg 1&1 samtöl, til þess að dýpka skilning þinn á vandamálum liðsmanna og hjálpa þeim að komast yfir hindranir á eigin spýtur.

03

Skýrðu markmið og árangur teymisins; úthlutaðu ábyrgð til liðsmanna ásamt því að veita réttan stuðning.

04

Gefðu endurgjöf til þess að þróa öryggi og hæfni liðsmanna. Auktu eigin frammistöðu með því að leitast eftir endurgjöf frá öðrum.

05

Greindu sértækar aðgerðir sem hjálpa liðsmönnum að hraða breytingum og ná betri árangri.

06

Notaðu vikulega áætlanagerð til þess að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin og styrkja getu þína til árangursríkrar forystu með því að virkja Orkuhvatana 5.

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð