Færniþáttur 4: Skapaðu menningu endurgjafar

Finndu jafnvægi milli kjarks og tillitsemi.

Þegar kemur að því að veita endurgjöf, má fara of langt í tvær áttir:

  • Of mikill kjarkur. Þessir leiðtogar segja öllum hvað þeim finnst. Þeir eiga það til að veita of mikla endurgjöf, of harkalega og of oft.
  • Of mikil tillitssemi. Þessir leiðtogar eiga erfitt með að gefa leiðbeinandi endurgjöf. Þeir forðast það algjörlega og vandamálin eru ekki bara til staðar, heldur verða þau stærri og fleiri.

Báðar gerðir leiðtoga koma í veg fyrir jákvæða menningu á vinnustað. Of mikill kjarkur og of lítil tillitssemi getur haft áhrif á traust og sjálfsöryggi. Of mikil tillitssemi og of lítill kjarkur getur gert það að verkum að leiðtoginn yfirgefur teymið sitt. Með því að veita ekki endurgjöf eða vera stöðugt of óljós, ýta þessir leiðtogar undir veikleika liðsmanna. Liðsmenn falla stöðugt í sömu gildrurnar sem kemur í veg fyrir góða frammistöðu og vöxt.

Þegar leiðtogi veitir ekki endurgjöf skaðast skoðun liðsmanna á leiðtoganum. Ef leiðtoginn virðist stöðugt hundsa áskoranir eða erfið málefni sér teymið veikleika sem veikleika og missir trúna á eigin getu.

Skýrðu ásetning

Að veita endurgjöf veltur á ásetningi. Teymið verður að vita og trúa því að ásetningur leiðtogans sé að hjálpa þeim að þróa nýja færni og getu.

Árangursrík endurgjöf

Árangurslaust hugarfar leiðtoga er þegar hann hugsar um sjálfan sig sem „lagarann“: teymið stendur frammi fyrir hindrunum og leiðtoginn bendir stöðugt á veikleika liðsmanna með endurgjöf. Árangursríkt hugarfar snýst um að leysa úr læðingi hæfileika annarra—þar á meðal í leiðtoganum sjálfum, þegar sóst er eftir endurgjöf.

Fólk sér endurgjöf í öðruvísi ljósi sem byggir á einstaklingsreynslu, en sum alheimslögmál eiga nánast alltaf við. Endurgjöf hefur góð áhrif á alla starfsmenn, algjörlega óháð starfsaldri og reynslu.

Þegar leiðtogar þjálfa getu sína í að veita og taka við endurgjöf, fara þeir loks að geta nýtt reynslu sína í að skapa menningu þar sem uppbyggjandi og velviljaðar hugsanir flæða frjálslega milli allra liðsmanna og leiðtoga. Öllum finnst að hlustað sé á þá og þeir virtir, og frammistaða og framleiðni dafna sem aldrei fyrr.

Quote PNG

One of the greatest gifts you can give another human being is constructive feedback on a blind spot they never knew they had. It’s a great disservice not to say what needs to be said because it isn’t comfortable. Care enough to give honest, accurate feedback.

— Dr. Stephen R. Covey

Frí handbók

7 leiðir til að vera virkari stjórnandi

Nýttu tímalausa nálgun metsölubókarinnar 7 venjur til árangurs til að auka áhrif og árangur þinn sem leiðtogi

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

6 lykilfærniþættir leiðtoga™

01

Að leiða teymi krefst öðruvísi hugarfars en þegar þú ert almennur starfsmaður. Kannaðu þær mikilvægu viðhorfsbreytingar sem auka árangur þinn sem leiðtogi.

02

Auktu helgun liðsmanna með því að halda regluleg 1&1 samtöl, til þess að dýpka skilning þinn á vandamálum liðsmanna og hjálpa þeim að komast yfir hindranir á eigin spýtur.

03

Skýrðu markmið og árangur teymisins; úthlutaðu ábyrgð til liðsmanna ásamt því að veita réttan stuðning.

04

Gefðu endurgjöf til þess að þróa öryggi og hæfni liðsmanna. Auktu eigin frammistöðu með því að leitast eftir endurgjöf frá öðrum.

05

Greindu sértækar aðgerðir sem hjálpa liðsmönnum að hraða breytingum og ná betri árangri.

06

Notaðu vikulega áætlanagerð til þess að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin og styrkja getu þína til árangursríkrar forystu með því að virkja Orkuhvatana 5.

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð