Færniþáttur 3: Settu teymi þitt í stöðu til þess að ná árangri

Hvers vegna, hvað og hvernig.

Það er auðvelt fyrir leiðtoga að segja fólki hvað það eigi að gera og hvernig. Það virðist eflaust skilvirkara, viðráðanlegra og líklegra til árangurs, en það lokar á sköpunargáfu teymisins, verður mikil byrði fyrir leiðtogann og lokar á allt traust.

Árangursríkir leiðtogar eru skýrir varðandi virði og framlag teymisins til vinnustaðarins vegna þess að þeir samstilla það forgangsatriðum vinnustaðarins. Árangursríkir leiðtogar skilgreina og miðla markmiðum teymisins og æskilegum árangri. Þeir skýra hvað árangur merkir fyrir teymið þeirra. Og þeir úthluta verkefnum á meðan þeir styðja rétt við bakið á liðsmönnum.

Til þess að ná árangri sem leiðtogi þurfa einstaklingar að færast frá því að hugsa ‘ég segi liðsmönnum til verka’ að ‘ég hjálpa liðsmönnum að skýra „hvers vegna“ bakvið „hvað“ og styð þau í „hvernig.“

Skalanleg helgun

Ef fólk sinnir starfi sínu einungis vegna þess að yfirmaðurinn sagði þeim að gera það, hverfur helgun alveg. Ef leiðtogar segja teymum sínum hvernig þeir eigi að leiðrétta kóðann, skrifa styrktarbeiðni eða ná markmiði—munu þau gera það sama ár eftir ár. Þetta er ekki skalanleg hegðun.

Með árangursríku hugarfari hjálpa leiðtogar teymum að finna fyrir helgun í ákvörðunum þeirra og sjá stóra samhengið. Góðir leiðtogar skipuleggja markmið með teymunum frekar en að gera það einir, og úthluta verkefnum án þess að örstýra eða yfirgefa.

Quote PNG

The challenge is to create a shared view of what is important—what matters most.

— Dr. Stephen R. Covey

Frí handbók

7 leiðir til að vera virkari stjórnandi

Nýttu tímalausa nálgun metsölubókarinnar 7 venjur til árangurs til að auka áhrif og árangur þinn sem leiðtogi.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

6 lykilfærniþættir leiðtoga™

01

Að leiða teymi krefst öðruvísi hugarfars en þegar þú ert almennur starfsmaður. Kannaðu þær mikilvægu viðhorfsbreytingar sem auka árangur þinn sem leiðtogi.

02

Auktu helgun liðsmanna með því að halda regluleg 1&1 samtöl, til þess að dýpka skilning þinn á vandamálum liðsmanna og hjálpa þeim að komast yfir hindranir á eigin spýtur.

03

Skýrðu markmið og árangur teymisins; úthlutaðu ábyrgð til liðsmanna ásamt því að veita réttan stuðning.

04

Gefðu endurgjöf til þess að þróa öryggi og hæfni liðsmanna. Auktu eigin frammistöðu með því að leitast eftir endurgjöf frá öðrum.

05

Greindu sértækar aðgerðir sem hjálpa liðsmönnum að hraða breytingum og ná betri árangri.

06

Notaðu vikulega áætlanagerð til þess að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin og styrkja getu þína til árangursríkrar forystu með því að virkja Orkuhvatana 5.

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð