Færniþáttur 2: Taktu reglulega stöðuna með 1&1 samtali

Frá almennum starfsmanni að leiðtoga.

Fólk hættir sjaldan í starfi sínu vegna launa. Fólk hættir vegna yfirmannsins síns. Eða vegna menningarinnar. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að leiðtogar íhugi þau skilyrði sem þeir skapa og hvort um sé að ræða hvetjandi starfsumhverfi. Er menning vinnustaðarins hvetjandi, helgandi og auðveldar verkefni fyrir liðsmenn? Eða eru ferlar til staðar sem flækja verkefni og koma í veg fyrir umbun?

1&1 samtöl er öflugt og árangursríkt tól til þess að styrkja þá menningu sem allir liðsmenn eiga skilið. Þessi samtöl eru skipulögð og framkvæmd af nákvæmni og geta verið ein besta leiðin til þess að skapa aðstæður mikillar helgunar og tryggja að liðsmenn séu tengdir leiðtoga sínum.

Til að vera árangursríkur leiðtogi þurfa einstaklingar að færast frá því að hugsa „ég held 1&1 fundi til þess að mæla árangur fólks“ að „ég held reglulega 1&1 fundi til þess að hjálpa fólki að finna fyrir—og viðhalda—helgun.“

Stig helgunar

Samskipti leiðtoga við aðra hefur mkil áhrif á stig helgunar á vinnustaðnum. Öll samskipti sem þeir eiga við liðsmenn hafa áhrif á það hvernig liðsmenn kjósa að nýta orku sína og athygli. Regluleg 1&1 einkasamtöl geta hjálpað leiðtogum að leysa úr læðingi áður ónýtta hæfileika og framlag hvers einstaklings í teyminu.

Aðstæður helgunar.

Hjá FranklinCovey höfum við komist að því að flokka má allt starfsfólk eftir ákveðnu rófi, þar sem munurinn er mikill á lægsta og efstu þremur stigunum. Taktu eftir punktalínunni í miðjunni. Liðsmenn fyrir ofan línuna sinna starfinu vegna þess að þau vilja það, á meðan þeir sem eru fyrir neðan línuna sinna starfinu vegna þess að þau þurfa þess. Ef fólk sýnir hlutlausa undanlátssemi muntu þurfa að segja þeim aftur og aftur hvað þau eigi að gera, vegna þess að þau munu ekki gera það upp á sitt eigið.

Leiðtogar skapa ekki helgun. Fólk velur sitt stig helgunar. Leiðtogar skapa forsendur fyrir helgun.

Quote PNG

Leadership happens one conversation at a time.

— Moon, Davis, Simpson, Merrill, Talent Unleashed

Frí handbók

100+ öflugar spurningar í gott spjall

Við léttum þér lífið og færum þér lista af 100+ spurningum til að hefja gott spjall.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

Uppgötvaðu bestu aðferðirnar til að þróa fólkið þitt og ná betri árangri sem teymi.

6 lykilfærniþættir leiðtoga™

01

Að leiða teymi krefst öðruvísi hugarfars en þegar þú ert almennur starfsmaður. Kannaðu þær mikilvægu viðhorfsbreytingar sem auka árangur þinn sem leiðtogi.

02

Auktu helgun liðsmanna með því að halda regluleg 1&1 samtöl, til þess að dýpka skilning þinn á vandamálum liðsmanna og hjálpa þeim að komast yfir hindranir á eigin spýtur.

03

Skýrðu markmið og árangur teymisins; úthlutaðu ábyrgð til liðsmanna ásamt því að veita réttan stuðning.

04

Gefðu endurgjöf til þess að þróa öryggi og hæfni liðsmanna. Auktu eigin frammistöðu með því að leitast eftir endurgjöf frá öðrum.

05

Greindu sértækar aðgerðir sem hjálpa liðsmönnum að hraða breytingum og ná betri árangri.

06

Notaðu vikulega áætlanagerð til þess að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin og styrkja getu þína til árangursríkrar forystu með því að virkja Orkuhvatana 5.

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð