Færniþáttur 1: Þróaðu með þér hugarfar leiðtoga

Frá almennnum starfsmanni að leiðtoga.

Þegar einhver færist frá því að vera almennur starfsmaður og verður leiðtogi, verður skilgreining þeirra á árangri að breytast. Leiðtogar þurfa að sjá árangur áð öðruvísi hátt. Þegar einstaklingurinn var almennur starfsmaður var árangur hans skilgreindur með þeim verkefnum sem hann/hún lauk. En núna er hann/hún fyrsta stigs leiðtogi og þarf því að bera ábyrgð á árangri allra í teyminu.

Fyrsta starf leiðtoga er ekki að ná árangri á eigin spýtur, heldur með og í gegnum aðra. Leiðtogar bera enn ábyrgð á eigin framlagi en þeir þurfa fyrst að tryggja að næstu undirmenn þeirra nái sínum markmiðum, á meðan einstaklingar í teyminu vaxa, læra og verða jafnvel leiðtogar sjálfir. Fólkið þitt = þinn árangur.

Til að vera árangursríkur leiðtogi þurfa einstaklingar að færast frá því að hugsa „ég ber ábyrgð á eigin árangri“ að því að hugsa „ég ber ábyrgð á því að ná árangri í gegnum aðra.“

Máttur hugarfarsins

Sá árangur sem við NÁUM í lífi okkar byggist á því sem við GERUM. Það sem við GERUM byggist á því hvernig við SJÁUM heiminn í kringum okkur. Ef þú vilt ná meiri árangri skaltu byrja á því að breyta um hugarfar.

Ef leiðtogar standa í þeirri trú að þeir geti náð árangri upp á eigin spýtur, er mikilvægt að samþykkja að starf þeirra snýst ekki bara um þá; heldur teymið. Þeir fengu stöðu leiðtoga vegna þess að þeir sinntu starfi sínu vel. Það er kominn tími til að sleppa takinu á fyrri árangri og einblína á þau verkefni sem taka við.

Quote PNG

If you want to make minor changes in your life, work on your behavior. But if you want to make significant, quantum breakthroughs, work on your paradigms.

— Dr. Stephen R. Covey

Frí handbók

6 leiðir til að byggja traust

Traust leggur grunninn að árangri vinnustaða, á öllum stigum vinnustaðarins.

Stafrænt fræðslusetur

All Access Pass®

AAP áskrift felur í sér aðgang að öllum lausnum FranklinCovey á íslensku og 23 öðrum tungumálum.

6 lykilfærniþættir framlínuleiðtoga™

01

Að leiða teymi krefst öðruvísi hugarfars en þegar þú ert almennur starfsmaður. Kannaðu þær mikilvægu viðhorfsbreytingar sem auka árangur þinn sem leiðtogi.

02

Auktu helgun liðsmanna með því að halda regluleg 1&1 samtöl, til þess að dýpka skilning þinn á vandamálum liðsmanna og hjálpa þeim að komast yfir hindranir á eigin spýtur.

03

Skýrðu markmið og árangur teymisins; úthlutaðu ábyrgð til liðsmanna ásamt því að veita réttan stuðning.

04

Gefðu endurgjöf til þess að þróa öryggi og hæfni liðsmanna. Auktu eigin frammistöðu með því að leitast eftir endurgjöf frá öðrum.

05

Greindu sértækar aðgerðir sem hjálpa liðsmönnum að hraða breytingum og ná betri árangri.

06

Notaðu vikulega áætlanagerð til þess að einblína á mikilvægustu forgangsatriðin og styrkja getu þína til árangursríkrar forystu með því að virkja Orkuhvatana 5.

Hafðu samband.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómAftur í bókabúð