EFLUM TRAUST
VIRKJAÐU TRAUST TIL AÐ BÆTA SAMSKIPTI OG EFLA FRAMMISTÖÐU Á ÖLLUM SVIÐUM
SKRUNA NEÐAR
OKKAR NÁLGUN
Af hverju skiptir traust máli?
Hópar og vinnustaðir sem starfa á grundvelli mikils trausts ná mun betri árangri en hópar og vinnustaðir með lítið traust – þetta hefur verið sannað í tugum rannsókna í margskonar iðnaði og atvinnugreinum.
Vinnustofur okkar um Traust aðstoða vinnustaði við það að gera góða hluti enn betur. Ferlið gerir þér betur kleift að stjórna breytingum og efla áhrifarík teymi sem eru lipur, skapandi, einbeitt og starfa vel saman.
LAUSNIR OKKAR Á SVIÐI TRAUSTS
Upplifðu hvernig traust getur umbreytt rekstri þínum, samstarfi innan og utan vinnustaðarins og árangri ykkar.
Aðstoðaðu leiðtoga þína við að koma auga á og draga úr vantrausti innan vinnustaðarins og á markaði. Stjórnendur fá aukna getu til að stjórna breytingum og leiða árangursríkari teymi sem eru lipur, samstarfsfús, skapandi og virk. Traust hraðar, margfaldar og auðgar.
Aðstoðar almenna starfsmenn að eiga farsæl samskipti innan og utan vinnustaðarins. Samstarf einkennist af hreinskiptni, ábyrgð, ásetningi og þjónustulund. Aukið traust eykur hraða og dregur úr kostnaði – allsstaðar. Auðveldar breytingastjórnun og styður við farsæla framkvæmd stefnu.